Ferill 1107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2150  —  1107. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur um viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands.


     1.      Hvaða aðilar eiga viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands og hvernig skiptast þeir í flokka?
    Þeir aðilar sem eiga viðskiptareikning samkvæmt reglum um viðskiptareikninga og vaxtalausa reikninga við Seðlabanka Íslands, nr. 1644/2022, eru:
    Arion banki hf.
    Indó sparisjóður hf.
    Íslandsbanki hf.
    Kvika banki hf.
    Landsbankinn hf.
    Ríkissjóður Íslands.
    Sparisjóður Austurlands hf.
    Sparisjóður Höfðhverfinga ses.
    Sparisjóður Strandamanna ses.
    Sparisjóður Suður-Þingeyinga ses.
    Framangreindir aðilar flokkast í:
     a.      Innlend fjármálafyrirtæki sem hafa starfsleyfi sem viðskiptabanki eða sparisjóður, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. reglna um viðskiptareikninga og vaxtalausa reikninga við Seðlabanka Íslands, nr. 1644/2022.
     b.      Ríkissjóð Íslands fyrir hönd sjóða og stofnana í eigu ríkisins sem tilgreind eru í A-hluta ríkisreiknings, sbr. 50. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.

     2.      Hver var meðalfjárhæð innstæðna á viðskiptareikningum við Seðlabanka Íslands í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2021, sundurliðuð eftir flokkum reikningseigenda?
    Seðlabankinn reiknar ekki sérstaklega meðalfjárhæð innstæðna á viðskiptareikningum. Seðlabankinn birtir opinberlega efnahagsreikning sinn á vefsvæði bankans. Þar má finna mánaðarlokatölur fyrir innstæður þeirra aðila sem eiga viðskiptareikning hjá Seðlabankanum, sbr. svar við 1. tölul. fyrirspurnar. Eftirfarandi tafla sýnir samantekt á mánaðarlokatölum frá ársbyrjun 2021, sundurliðað eftir flokkum reikningseigenda:

millj. kr. dags. Innstæður fjármálafyrirtækja á viðskiptareikningum Innstæða ríkissjóðs á viðskiptareikningum
31. jan. 2021 65.419 88.619
28. feb. 2021 50.796 119.167
31. mar. 2021 114.899 81.723
30. apr. 2021 77.268 66.741
31. maí 2021 112.188 40.936
30. jún. 2021 142.336 41.767
31. júl. 2021 107.294 47.177
31. ágú. 2021 72.164 42.797
30. sep. 2021 69.107 58.411
31. okt. 2021 90.271 58.430
30. nóv. 2021 48.223 72.712
31. des. 2021 79.689 56.468
31. jan. 2022 46.841 70.330
28. feb. 2022 48.196 91.046
31. mar. 2022 97.923 70.750
30. apr. 2022 91.212 96.594
31. maí 2022 58.444 102.942
30. jún. 2022 70.981 120.031
31. júl. 2022 63.956 72.315
31. ágú. 2022 77.517 107.987
30. sep. 2022 95.683 116.215
31. okt. 2022 124.207 81.037
30. nóv. 2022 85.487 85.519
31. des. 2022 82.402 83.571
31. jan. 2023 63.633 33.955
28. feb. 2023 58.850 81.614
31. mar. 2023 75.990 80.954
30. apr. 2023 64.031 75.523
31. maí 2023 59.131 88.518

     3.      Hver var fjárhæð greiddra vaxta til eigenda viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2021, sundurliðuð eftir flokkum reikningseigenda?
    Eftirfarandi tafla sýnir fjárhæð greiddra vaxta til eigenda viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2021, sundurliðað eftir flokkum reikningseigenda, sbr. svar við fyrri tölulið:

millj. kr. dags.
    
Greiddir vextir af innstæðum fjármálafyrirtækja á viðskiptareikningum Greiddir vextir af bundnum innlánum fjármálafyrirtækja Greiddir vextir af innstæðum ríkissjóðs á viðskiptareikningum
jan. 21 24,7 56,3 46,0
feb. 21 19,6 67,4 50,9
mar. 21 26,7 90,2 47,1
apr. 21 32,6 64,6 35,0
maí. 21 35,9 89,0 36,8
jún. 21 61,1 132,5 32,8
júl. 21 68,4 118,9 30,2
ágú. 21 67,3 134,8 34,5
sep. 21 52,5 197,0 67,6
okt. 21 59,7 181,7 77,6
nóv. 21 76,5 231,8 75,6
des. 21 102,9 308,9 113,7
jan. 22 98,7 298,2 68,1
feb. 22 126,9 294,8 137,8
mar. 22 169,8 446,4 127,8
apr. 22 163,4 241,9 241,9
maí. 22 216,8 388,9 325,7
jún. 22 232,3 557,4 363,2
júl. 22 276,7 606,4 318,6
ágú. 22 299,0 862,4 352,8
sep. 22 288,1 719,3 421,7
okt. 22 400,0 500,5 558,9
nóv. 22 401,6 1.043,8 201,1
des. 22 379,3 745,1 386,8
jan. 23 362,7 842,5 248,5
feb. 23 326,3 871,3 395,2
mar. 23 373,4 1.200,0 358,9
apr. 23 387,7 933,2 437,1
maí. 23 391,3 1.353,6 475,5

     4.      Hver er uppruni þess fjár sem er notað til að greiða vexti til eigenda viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands?
    Seðlabankinn greiðir vexti á innlánsreikninga við bankann.
    Þá er til þess að líta að innstæður í Seðlabanka Íslands teljast seðlabankafé líkt og seðlar og mynt. Seðlabankafé er skuld Seðlabankans og kemur fram á skuldahlið efnahagsreiknings bankans. Frá fjármálahruninu árin 2008–2009 hefur staða bankakerfisins gagnvart Seðlabanka Íslands (eins og við á um fjölda annarra ríkja) einkennst af rúmri lausafjárstöðu viðskiptabanka og sparisjóða. Viðskiptabankar hafa því ekki verið háðir Seðlabankanum um lausafé nema í undantekningartilvikum. Því eru það vextir á bundnum innlánum Seðlabankans sem hafa mest áhrif á miðlun peningastefnunnar um þessar mundir en ekki vextir á lánum bankans gegn veði eins og áður. Með því að breyta vöxtum hefur Seðlabankinn áhrif á útlán bankakerfisins og eftirspurn, sem hefur áhrif á verðbólguþrýsting og vöxt peningamagns. Það hefur meiri áhrif á vöxt peningamagns en vextir bætast við innlánsstofninn.